Færsluflokkur: Bloggar

Stuðningsfólk Regnbogans þarf sjálft að skrifa nafn framboðsins í könnunum

Enn er það svo að Regnboginn er ekki kominn inn sem valkostur í skoðanakönnunum, þannig að þeir sem vilja samt lýsa yfir að þeir ætli að kjósa Regnbogann í næstu kosningum verða einfaldlega að sjálfir að skrifa inn nafnið. Þessu lenti ein ágæt Regnbogastuðningskona í um daginn. Þetta er svosem ekkert skrýtið, því framboðið er nýlega komið fram á sjónarsviðið og hefur aðeins birt nöfn efstu manna í tveimur kjördæmum enn sem komið er.

Villikettir eru galvaskir og leiðin hér á eftir er aðeins upp á við eins og hjá þessum þekkta tölvuleikjaketti.

images.jpg


Undir Regnboganum leynast ýmsir meðal annarra villikettir

Eins og sjá má hjá skopmyndateiknara Morgunblaðsins í dag er ýmislegt að finna undir regnboganum, meðal annars nokkra villiketti. Við bíðum frekari frétta en getum þó fullyrt að þar eru ýmsir fleiri.

villikettir

 


Ekki lengur malandi bak við tunnu?

Heyrst hefur af villiköttum á stjái. Spurning hvort það boði eitthvað.

Villikettirnir eru komnir með vefsíðu: villikettir.is

Nú er í þróun vefsíðan villikettir.is þar sem nánar má lesa efni sem tengist villiköttum, vinum þeirra og vandamönnum, svo og nokkrum sallarólegum heimilisköttum.

,,Eins og að smala köttum"

Þessi orð óþekktu Samfylkingarkonunnar eru kveikjan að þessu bloggi sem væntanlega fer fljótlega í loftið.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband