Engin ástæða til að efast um að ný framboð fái fulltrúa kjörna

Búast má við að fimmflokkurinn muni halda því mjög til streitu að ekki þýði að kjósa neitt annað en þau framboð sem mælast með mann á þingi samkvæmt könnunum núna. Jónas Kristjánsson hrekur þessi rök mjög sannfærandi á bloggi sínu jonas.is í gær. Þar segir hann meðal annars: ,,Kannanir segja okkur, að fimmflokkurinn skelfilegi fái alla þingmenn á næsta kjörtímabili. Staðan er ekki svona slæm." Síðan rekur stöðuna miðað við upplýsingar Gallup, sem gefur að hans sögn, bestu upplýsingar um sína könnun. Þar kemur fram að aðeins sextíu prósent svari könnunum og af þeim nefni aðeins áttatíu prósent ,,hinn hræðilega fimmflokk bófa og bjána" eins og Jónas kemst að orði. Þar af leiðandi byggist spá um hverjir hreppi þingsæti í raun á svörum aðeins fjögurra af hverjum tíu, sem gefi nýju flokkunum góðan sjans.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband