Enn er það svo að Regnboginn er ekki kominn inn sem valkostur í skoðanakönnunum, þannig að þeir sem vilja samt lýsa yfir að þeir ætli að kjósa Regnbogann í næstu kosningum verða einfaldlega að sjálfir að skrifa inn nafnið. Þessu lenti ein ágæt Regnbogastuðningskona í um daginn. Þetta er svosem ekkert skrýtið, því framboðið er nýlega komið fram á sjónarsviðið og hefur aðeins birt nöfn efstu manna í tveimur kjördæmum enn sem komið er.
Villikettir eru galvaskir og leiðin hér á eftir er aðeins upp á við eins og hjá þessum þekkta tölvuleikjaketti.