Efstu fimm á lista Regnbogans á Suðurlandi

Bjarni Harðarson bóksali og Guðmundur S. Brynjólfsson rithöfundur og djákni leiða J lista Regnbogans í Suðurkjördæmi. Baráttumál framboðsins eru fullveldi Íslands, sjálfbær þróun, mannréttindi, félagshyggja og bætt lífskjör. Frambjóðendur Regnbogans vilja að aðlögunarviðræðum Íslands að ESB verði hætt.

Regnboginn er kosningabandalag framboða en ekki stjórnmálaflokkur en ætlun hreyfingarinnar er m.a. að draga úr vægi stjórnmálaflokka og stuðla að sjálfstæði kjörinna fulltrúa. Kjósendum Regnbogans er því ekki skipt upp í flokksbundna og óflokksbundna heldur sitja þar allir við sama borð.

Fyrstu fimm sæti framboðsins eru þannig skipuð:

1. Bjarni Harðarson bóksali

2. Guðmundur S. Brynjólfsson rithöfundur og djákni

3. Kolbrún S. Hilmarsdóttir bókari

4. Kristbjörg Steinunn Gísladóttir meðferðarfulltrúi

5. Jónas Pétur Hreinsson iðnrekstrarfræðingur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband