Alls konar villikettir á listum Regnbogans - og svo margir, margir aðrir líka

Það er skemmtilegt að rýna í framboðslista Regnbogans, einkum að sjá ný andlit úr alls konar áttum. Auðvitað eru ekki allir listarnir komnir fram og því ekki hægt að fjölyrða of mikið um samsetningu listanna. En það er athyglisvert að Harpa Njálsdóttir, sem margir hafa reynt að fá í pólitískt starf, fann sér ekki farveg fyrr en á lista Regnbogans, en hún leiðir listann í Reykjavík norður og var fulltrúi í umræðuþætti í sjónvarpi í fyrrakvöld. Ekki var að sjá að hún væri að stíga sín fyrstu skref á pólitíska sviðinu enda talaði hún af öryggi og þekkingu.

Út allt annarri átt kemur ung kona, Arnþrúður Heimisdóttir, tamningakona með meiru, sem er í öðru sæti lista Regnbogans í Norðvesturkjördæmi. Auk hestanna hefur hún gert sig gildandi með því að nýta sér netið á ýmsan hátt frá því það varð aðgengilegt á Íslandi og var ekki komin langt yfir tvítugt þegar hún hafði sett upp vef kringum hrossasölu sem gekk vel. 

Og svo er Óli kommi aftur búinn að finna sinn pólitíska vettvang og einn af þeim fjölmörgu sem hefur tekið sæti á listum Regnbogans, en hann er líklega einn af þekktari villiköttum sem rataði sína leið úr VG þegar ekki var staðið við fyrirheit um öfluga ESB-andstöðu. 

hringxj.png


Forvitni um frambjóðendur Regnbogans

Frambjóðendur Regnbogans verða á næstunni kynntir nánar á síðunni www.regnboginn.is

Nöfn efsta fólksins á listunum eru komin í tveimur kjördæmum og á næstu dögum verða birt efstu nöfn á lista hinna kjördæmanna. 

Jafnframt verður efsta fólk listanna kynnt nánar og sú kynning er að hefjast með síðum þeirra Jóns Bjarnasonar og Arnþrúðar Heimisdóttur, sem skipa efstu sætin á lista Regnbogans í Norðvesturkjördæmi. 

ahaffrp.png


Í framboðsflórunni er rétt að muna eftir Regnboganum!

Alls konar hrókeringar og merkingar hafa átt sér stað um helgina, ýmist hafa framboð eignað sér annað hvert framboð í bænum eða hætt við að sameinast. Regnboginn heldur sínu striki og hyggst bjóða fram í öllum kjördæmum í kosningunum eftir tæpar fjórar vikur. Þeir sem vilja leggja málinu lið geta annað hvort fundið XJ - Regnbogann á Facebook eða haft samband við regnboginn@regnboginn.is

images5.jpg

 


Gleðilega páska og hugsum til Regnbogans

Páskahelgin er gengin í garð og í dag nýtur fólk lífsins með fjölskyldum sínum, sumir taka það rólega áður en þeir hella sér út í kosningabaráttuna, aðrir taka það bara rólega. Hvort sem farið er um fjöll og firnindi, kúrt í sófanum heima, farið í kirkju eða góða veðursins notið með góðu fólk, þá fylgir páskunum jafnan góð stemning.

Alltaf er hollt að hugsa til fjölbreytni regnbogans, gleðilega páska!

egg.jpg


Regnboginn rokkar á Facebook

Það er mikið að gerast á Facebook-síðu Regnbogans, þeir sem eru þar ættu að kíkja við, skoða myndbönd og fleira. Af nógu er að taka.

abstract-colorful-artwork-background_73752.jpg


Kettirnir sem fara sínar eigin leiðir

Mörg okkar sem kennd hafa verið við villiketti kunna því einkar vel að taka þátt í framboði sem byggir ekki á stofnun flokks með öllum þeim hömlum sem því fylgja, flokksræði, foringjaræði og ýmsu sem rannsóknarskýrslan reyndar tók á, skýrsla sem stakk á mörgum kýlum. Kannski þess vegna sem í seinni tíð er farið að heyrast að hún hafi ekki verið gallalaus. Krafan um að ekkert megi segja nema það sé gallalaust er alveg tilvalin til að reyna að þagga niður í fólki sem hefur mikið til málanna að leggja. En kettirnir sem fara sínar eigin leiðir láta ekki segja sér neitt slíkt. Félagar okkar í Regnboganum hafa verið duglegir að skrifa í blöð og blogg að undanförnu og meðal annars fjallað um flokksræði versus frelsi. Hvort ætli sé nú betra?

54243.jpg


Stuðningsfólk Regnbogans þarf sjálft að skrifa nafn framboðsins í könnunum

Enn er það svo að Regnboginn er ekki kominn inn sem valkostur í skoðanakönnunum, þannig að þeir sem vilja samt lýsa yfir að þeir ætli að kjósa Regnbogann í næstu kosningum verða einfaldlega að sjálfir að skrifa inn nafnið. Þessu lenti ein ágæt Regnbogastuðningskona í um daginn. Þetta er svosem ekkert skrýtið, því framboðið er nýlega komið fram á sjónarsviðið og hefur aðeins birt nöfn efstu manna í tveimur kjördæmum enn sem komið er.

Villikettir eru galvaskir og leiðin hér á eftir er aðeins upp á við eins og hjá þessum þekkta tölvuleikjaketti.

images.jpg


Regnbogafólkið í héraðsfréttablöðunum

Frambjóðendur Regnbogans eru farnir að birtast í fjölmiðlum. Héraðsfréttablöðin hafa í dag birt umfjöllun og nöfn efstu fimm í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi og eru hér tvö dæmi.

nordvestur.png

 

sunnlenska.png


Efstu fimm á lista Regnbogans í Norðvesturkjördæmi

Skessuhorn birtir í dag nöfn efstu fimm á lista Regnbogans í Norðvesturkjördæmi. Þau eru sem hér segir:

Regnboginn – framboð fyrir sjálfstæði Íslands og sjálfbæra þróun hefur fengið listabókstafinn J. Boðið verður fram í Norðvesturkjördæmi undir merki listans við Alþingiskosningarnar 27. apríl næstkomandi.

1.sæti: Jón Bjarnason alþingismaður og fyrrv. sjávarútvegs og landbúnaðarráðaherra.

2. sæti: Arnþrúður Heimisdóttir tamningakona og kennari, Langhúsum Fljótum.

3. sæti: Barbara Ósk Guðbjartsdóttir tónlistamaður og bóndi Miðhúsum Strandabyggð.

4.sæti: Gísli Árnason framhaldsskólakennari, Sauðárkróki.

5.sæti: Sigurður Oddur Ragnarsson ferðaþjónustubóndi, Oddstöðum Borgarfirði.

 

Allt að gerast!

 

 


Efstu fimm á lista Regnbogans á Suðurlandi

Bjarni Harðarson bóksali og Guðmundur S. Brynjólfsson rithöfundur og djákni leiða J lista Regnbogans í Suðurkjördæmi. Baráttumál framboðsins eru fullveldi Íslands, sjálfbær þróun, mannréttindi, félagshyggja og bætt lífskjör. Frambjóðendur Regnbogans vilja að aðlögunarviðræðum Íslands að ESB verði hætt.

Regnboginn er kosningabandalag framboða en ekki stjórnmálaflokkur en ætlun hreyfingarinnar er m.a. að draga úr vægi stjórnmálaflokka og stuðla að sjálfstæði kjörinna fulltrúa. Kjósendum Regnbogans er því ekki skipt upp í flokksbundna og óflokksbundna heldur sitja þar allir við sama borð.

Fyrstu fimm sæti framboðsins eru þannig skipuð:

1. Bjarni Harðarson bóksali

2. Guðmundur S. Brynjólfsson rithöfundur og djákni

3. Kolbrún S. Hilmarsdóttir bókari

4. Kristbjörg Steinunn Gísladóttir meðferðarfulltrúi

5. Jónas Pétur Hreinsson iðnrekstrarfræðingur


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband