Hvort er brýnna: Að evran haldi andlitinu eða hag kýpversku þjóðarinnar sé borgið?

Aðgerðir ESB gagnvart Kýpur miða fyrst og fremst að því að bjarga  myntkerfi Evrópusambandsins og að Evran haldi andlitinu. Hag kýpversku þjóðarinnar sjálfrar eða hvað henni er fyrir bestu er látið vera aukatriði málsins. 

Þetta eru upphafsorð Jóns Bjarnasonar á bloggi hans í dag og grein hans er gott innlegg í þá umræðu sem nú er um aðkallandi vanda Kýpur. Þetta er mál sem kemur okkur Íslendingum við og ein af helstu ástæðunum fyrir því að fjöldi fólks hefur áhuga á að bjóða fram undir merkjum Regnbogans.


Nýjustu bloggin frá Regnbogafólki

Blogg fulltrúa Regnbogans eru nú um helgina að fjalla um mikilsverð málefni svo sem höftin og fjárfestingu á Íslandi, í bloggi Bjarna Harðar:

bjarnihardar.blog.is

 ... og samgöngur milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins:

jonbjarnason.blog.is

 


Regnboginn á Facebook

Regnboginn er kominn á Facebook, þið finnið hann undir XJ-Regnboginn!

regnboginn2.png


Regnboginn mættur á sameiginlega fundi framboðanna

Regnboginn er farinn að senda sitt fólk á sameiginlega fundi framboðanna til alþingis í apríl 2013. Á fimmtudagskvöld tók Regnboginn þátt í fundi í Reykjanesbæ, sem hefur verið nokkuð til umræðu og er þess að vænta að upptaka af fundinum verði brátt komin á netið. Villikettir fylgjast með.

Beðið eftir villikattatíðindum - gáið undir Regnbogann

Þrátt fyrir urmul framboða er ljóst að beðið er með eftirvæntingu frekari frétta af framboði Regnbogans. Sumir svokallaðra villikatta tengjast þessu framboði og hafa þolinmóðir svarað þeim sem bíða tíðinda. Vænta má þess að biðin sé að styttast.

meow-134.jpg


Brennur á flestum

Fátækt á Íslandi er smánarblettur og okkur er ekkert of gott að taka það mál föstum tökum. Réttlætiskennd fólks er misboðið þegar fréttist af því að nýr hálaunaaðall hafi bæst við þann gamla aðal útrásarvíkinga þar sem peningur er tekinn úr sameiginlegum sjóðum þannig að hver summa gæti bjargað mörgum fjölskyldum sem þurfa að leita eftir aðstoð í biðröðum hjálparstofnana. Sama ástand er í forréttindalöndum ESB, þar sem bilið milli ríkra og snauðra fer vaxandi. Þá er vaxandi fjöldi venjulegra fjölskyldna alls ekki að sjá fram á betri tíð, fjölmennar stéttir, svo sem kvennastéttirnar kennarar og heilbrigðisstéttir hafa ýmist dregist illilega aftur úr eða orðið að heyja harða baráttu til að ná einhverjum leiðréttingum. Lesið grein Bjarna, þar kemur fram í hvaða baráttu hann er að leggja undir merkjum Regnbogans. 

Þetta er mál sem brennur á flestum!


mbl.is Gegn fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vefir ESB-andstöðunnar

Í tilefni af stofnun nýrrar síðu ESB-andstöðunnar: http://neiesb.is/ er rétt að vekja athygli á nokkrum góðum vefsíðum og bloggsíðum sem birta gagnrýna umræðu um ESB og rök ESB-andstæðinga, sumar í bland við annað. Þarna er að finna þverpólitískar síður jafnt sem bloggara Regnbogans.

www.neiesb.is

www.heimssyn.is

www.heimssyn.blog.is

www.vinstrivaktin.blog.is  (er í kosningafríi en mikið efni er þar að finna og svo fer hún aftur í gang eftir kosningar)

www.jonbjarnason.blog.is

www.bjarnihardar.blog.is

 


Allir litir í Regnboganum

- Ertu að svíkja lit? spurði VG maður fyrrverandi VG konu sem er farin að starfa undir merkjum Regnbogans.

- Nei, allir litir eru í Regnboganum.

abstract-colorful-design-vector-background-art_53-11734.jpg

 


Engin ástæða til að efast um að ný framboð fái fulltrúa kjörna

Búast má við að fimmflokkurinn muni halda því mjög til streitu að ekki þýði að kjósa neitt annað en þau framboð sem mælast með mann á þingi samkvæmt könnunum núna. Jónas Kristjánsson hrekur þessi rök mjög sannfærandi á bloggi sínu jonas.is í gær. Þar segir hann meðal annars: ,,Kannanir segja okkur, að fimmflokkurinn skelfilegi fái alla þingmenn á næsta kjörtímabili. Staðan er ekki svona slæm." Síðan rekur stöðuna miðað við upplýsingar Gallup, sem gefur að hans sögn, bestu upplýsingar um sína könnun. Þar kemur fram að aðeins sextíu prósent svari könnunum og af þeim nefni aðeins áttatíu prósent ,,hinn hræðilega fimmflokk bófa og bjána" eins og Jónas kemst að orði. Þar af leiðandi byggist spá um hverjir hreppi þingsæti í raun á svörum aðeins fjögurra af hverjum tíu, sem gefi nýju flokkunum góðan sjans.

Regnboginn kemur strax sterkt inn í pólitíska umræðu

Þótt ekkert hafi formlega komið frá því framboði sem kennt er við Regnbogann er ljóst að það vekur talsverða forvitni. Umfjöllun um Regnbogann hefur verið í flestum miðlum um helgina og greinilega eftirspurn eftir frekari fréttum af framboðinu, sem vænta má á næstu dögum.

pennello.jpg Nú er veður til að skapa og með Regboganum kemur vonandi ný vídd inn í íslensk stjórnmál.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband