Hvort er brýnna: Að evran haldi andlitinu eða hag kýpversku þjóðarinnar sé borgið?
24.3.2013 | 20:39
Aðgerðir ESB gagnvart Kýpur miða fyrst og fremst að því að bjarga myntkerfi Evrópusambandsins og að Evran haldi andlitinu. Hag kýpversku þjóðarinnar sjálfrar eða hvað henni er fyrir bestu er látið vera aukatriði málsins.
Þetta eru upphafsorð Jóns Bjarnasonar á bloggi hans í dag og grein hans er gott innlegg í þá umræðu sem nú er um aðkallandi vanda Kýpur. Þetta er mál sem kemur okkur Íslendingum við og ein af helstu ástæðunum fyrir því að fjöldi fólks hefur áhuga á að bjóða fram undir merkjum Regnbogans.
Nýjustu bloggin frá Regnbogafólki
24.3.2013 | 14:57
Blogg fulltrúa Regnbogans eru nú um helgina að fjalla um mikilsverð málefni svo sem höftin og fjárfestingu á Íslandi, í bloggi Bjarna Harðar:
... og samgöngur milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins:
Regnboginn á Facebook
23.3.2013 | 13:56
Regnboginn mættur á sameiginlega fundi framboðanna
23.3.2013 | 09:46
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook
Beðið eftir villikattatíðindum - gáið undir Regnbogann
22.3.2013 | 00:06
Þrátt fyrir urmul framboða er ljóst að beðið er með eftirvæntingu frekari frétta af framboði Regnbogans. Sumir svokallaðra villikatta tengjast þessu framboði og hafa þolinmóðir svarað þeim sem bíða tíðinda. Vænta má þess að biðin sé að styttast.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:09 | Slóð | Facebook
Brennur á flestum
21.3.2013 | 09:59
Fátækt á Íslandi er smánarblettur og okkur er ekkert of gott að taka það mál föstum tökum. Réttlætiskennd fólks er misboðið þegar fréttist af því að nýr hálaunaaðall hafi bæst við þann gamla aðal útrásarvíkinga þar sem peningur er tekinn úr sameiginlegum sjóðum þannig að hver summa gæti bjargað mörgum fjölskyldum sem þurfa að leita eftir aðstoð í biðröðum hjálparstofnana. Sama ástand er í forréttindalöndum ESB, þar sem bilið milli ríkra og snauðra fer vaxandi. Þá er vaxandi fjöldi venjulegra fjölskyldna alls ekki að sjá fram á betri tíð, fjölmennar stéttir, svo sem kvennastéttirnar kennarar og heilbrigðisstéttir hafa ýmist dregist illilega aftur úr eða orðið að heyja harða baráttu til að ná einhverjum leiðréttingum. Lesið grein Bjarna, þar kemur fram í hvaða baráttu hann er að leggja undir merkjum Regnbogans.
Þetta er mál sem brennur á flestum!
Gegn fátækt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook
Vefir ESB-andstöðunnar
20.3.2013 | 13:24
Í tilefni af stofnun nýrrar síðu ESB-andstöðunnar: http://neiesb.is/ er rétt að vekja athygli á nokkrum góðum vefsíðum og bloggsíðum sem birta gagnrýna umræðu um ESB og rök ESB-andstæðinga, sumar í bland við annað. Þarna er að finna þverpólitískar síður jafnt sem bloggara Regnbogans.
www.vinstrivaktin.blog.is (er í kosningafríi en mikið efni er þar að finna og svo fer hún aftur í gang eftir kosningar)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:50 | Slóð | Facebook
Allir litir í Regnboganum
19.3.2013 | 16:37
- Ertu að svíkja lit? spurði VG maður fyrrverandi VG konu sem er farin að starfa undir merkjum Regnbogans.
- Nei, allir litir eru í Regnboganum.
Engin ástæða til að efast um að ný framboð fái fulltrúa kjörna
18.3.2013 | 14:36
Regnboginn kemur strax sterkt inn í pólitíska umræðu
17.3.2013 | 13:35
Þótt ekkert hafi formlega komið frá því framboði sem kennt er við Regnbogann er ljóst að það vekur talsverða forvitni. Umfjöllun um Regnbogann hefur verið í flestum miðlum um helgina og greinilega eftirspurn eftir frekari fréttum af framboðinu, sem vænta má á næstu dögum.
Nú er veður til að skapa og með Regboganum kemur vonandi ný vídd inn í íslensk stjórnmál.